10 bestu vín ársins

Bénedicte & Stephan Tissot - Savagnin Soul Voile 2018

Þarna var ég held ég að fara grafa þessa nautalund. Opnaði þetta oxideraða vín og það er ferðalag. Það skemmtilegasta við jólin er að vera föndra mat og nota tækifærið til að taka upp svona flöskur.


Sous Voile þýðir að vínið er látið þroskast án þess að fyllt sé á tankinn. Þá myndast svona "myglu-dula" yfir víninu sem ver það fyrir skemmdum. Vínið fær allskonar bragð.
Þetta er sérstaklega gert í Jura, þá helst sem Vin-jeaune, sem hvílir á tunnu að lágmarki 7 ár.

Þetta er er vín fyrir lengra komna…já eða lengra gengna.

Á ferðalagi í sumar fórum við Magnea á einn uppáhaldsveitingastaðinn okkar í Valencia - Alkemistinn.
Það er enginn vínlisti eða neitt, ég sagðist bara vilja drekka eitthvað hvítt, kalt og með aldri. Konan kom með fjórar flöskur tilbaka - rakti upp stór augu þegar ég sá þetta. Oxiderað Chardonnay frá Jura - árgerð 2004. Vínið svo ótrúlega ferskt eins og það ætti eftir milljón ár.

Frábært vín og frábært kvöld.

Áfram erum við í JURA. Savagnin Ouille (sem þýðir að það er ekki oxiderað) frá 2015.
Frá meistara Ganevat. Sem lærði víngerð í Búrgúndí, stjórnaði þar stórri víngerð - stakk svo af heim til sín í Jura og gerir ótrúleg vín.

Held samt að franska ríkið sé búið að gera allt sem hann á upptækt, vegna tengsla við rússneskan óligark en hey hvílík saga.

Drakk þetta með vínklúbbnum mínum. Svo stórt, svo ferskt, svo marglaga - eftirminnilegt.

Þetta er vín ársins fyrir mér. Drakk það á veitingastaðnum CupVell í Tarragona. Leigði bíl daginn eftir og handsalaði kaup á 120 flöskum af öllum árgöngum í boði, hvítt,rautt og orange.

Hér erum við að tala um laaaangt elevage, battonage, allskonar kúnstir frá Búrgúndí nema í hjarta Penedes.

Útkoman eru mjög eftirminnileg og kröftug vín.

Í gleðskap í Loire fékk ég glas af þessu. Minnti mig á það þegar ég borðaði jarðaber í fyrsta skipti. Gamay frá Beaujolais, gert á ekrum Julie Balagny - sem er látin.

Ef ég sé þeta vín einhverstaðar aftur ætla ég að kaupa það allt.

Framleiðendur ársins fyrir mér. Þau eru að opna fyrir mér leyndardóma Loire, alla í einu. Terra Vita Vinum. Allt sem þau gera er frábært. En Pavillion er ein af flöskum ársins. Þetta high end Chenin blanc frá single vinyards í Loire er það sem hvítvín snýst um.

Drakk þetta í felum. Jamet - einn ar risunum í Rhone.

Djúpt, earthy, ógeðslega naturell - en áferðin eins og vatn úr læk.

Massaðasta chablis ever. Langt elevagé.

Fæst á Aperó.

CX hefur aldrei verið uppáhadlsvínið mitt frá Partida Creus. En við heimsóttum þau í sumar. Þar voru ástralskt tískufólk og það var vel tekið á móti okkur. Við drukkum meðal annars þetta sprúðlandi CX, það fór líka svona vel í Magneu.

Í grillveislu hjá Gunna Kalla dró hann þetta fram eins og ekkert væri eðlilegra. Sagðist hafa átt þetta lengi. Vin Jaune frá engum öðrum en Labet. Og það í pizzapartíi út á svölum.

Mun líklega aldrei gleyma þessu.

Lauflétt á random ítölskum stað á Alicante. Crem de la crem frá Savienneres - (Loire)


Endum þetta svo hér Olivier Horiot - Rosé de Saignee 2011.

Nammi nammi namm. (samloka for size)